22.4.12

Súkkulaðimúsuppskriftin 15.11.06

Vegna fjölda áskorana, grátbeiðna, mútutilrauna og afskipta opinberra stjórnvalda höfum við í þýska sendiráðinu á Bárugötunni ákveðið að láta undan þrýstingi og opinbera uppskriftina að hinni víðfrægu og sívinsælu súkkulaðimús!
Nú geri ég ráð fyrir að þið hafið fagnað nægilega og getið því einbeitt ykkur að hinni flóknu og dularfullu uppskrift:
Súkkulaðimúsin hans Jens
350 gr. suðusúkkulaði
2 egg
2 eggjarauður
50 gr. sykur
500 ml. rjómi
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Léttþeytið rjómann. Þeytið restina (egg og sykur) vel og vandlega saman. Bætið súkkulaði út í blönduna á meðan þeytt er. Hrærið léttþeytta rjómanum varlega saman við með sleif. Hellið í skál og kælið í 4-6 tíma. Athugið að nauðsynlegt er að sleikja sleikjuna, hrærivélaskálina og önnur áhöld sem notuð voru vel og vandlega svo að enginn dropi fari til spillis!

Verði ykkkur að góðu!

No comments:

Post a Comment