Nú geri ég ráð fyrir að þið hafið fagnað nægilega og getið því einbeitt ykkur að hinni flóknu og dularfullu uppskrift:
Súkkulaðimúsin hans Jens
350 gr. suðusúkkulaði
2 egg
2 eggjarauður
50 gr. sykur
500 ml. rjómi
Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði. Léttþeytið rjómann. Þeytið restina (egg og sykur) vel og vandlega saman. Bætið súkkulaði út í blönduna á meðan þeytt er. Hrærið léttþeytta rjómanum varlega saman við með sleif. Hellið í skál og kælið í 4-6 tíma. Athugið að nauðsynlegt er að sleikja sleikjuna, hrærivélaskálina og önnur áhöld sem notuð voru vel og vandlega svo að enginn dropi fari til spillis!
Verði ykkkur að góðu!

No comments:
Post a Comment