Mér fannst þetta svo skondið og var að segja samstarfskonu minni frá þessu. Hún benti mér á hversu frábærlega tvírætt þetta var og síðastliðinn sólarhringinn hef ég notað ég-er-að-fara-í-sónar-brandarann mikið....
Ein samstafskona mína æpti yfir sig að gleði þegar ég sagði henni "fréttirnar"- en hún er einmitt alltaf að spyrja mig hvenær ég fari nú að koma með eitt lítið.
Svo skellti ég þessu auðvitað á fésbókina- aðallega í kaldhæðni, ég meina, það hefur nú verið tilkynnt um hjónaskilnaði og andlát þar inni! Svörunin stóð ekki á sér; fimm mínútum seinna hringdi Sigga vinkona alveg brjáluð í mig, hvað það ætti eiginlega að þýða að segja henni fréttirnar á fésbókinni!!!!

Guðbjartur bróðir í Kanada óskaði mér til hamingju og spurði hvað ég væri kominn margar vikur á leið....og varð svolítið súr þegar ég sagði honum að kúlan væri í lófanum.....En hann fyrirgaf mér þegar ég sagði honum að ef ég yrði einhverni tímann ólétt myndi ég nú segja honum það í eigin persónu, hann þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að frétta það svona!
Og fyndnast af öllu: Í dag þurfti ég að tala við yfirmann minn til þess að frá frí og mæta í handasónarinn. Ég kunni ekki við að stríða henni svona og bið um frí til þess að fara í sónar á hendi, en það skipti engu máli, hún brosti sínu blíðasta og ætlaði að fara óska mér til hamingju þegar ég endurtek; "á hendi, á hendinni" og bendi meira að segja á hendina....þá fattaði hún loksins!

No comments:
Post a Comment