26.4.12

Ör-föndur

Datt í hug að sýna ykkur þetta örlitla föndur sem að fimm ára herramaður fékk með afmælisgjöfinni sinni um daginn:


Þetta er semsagt hvítur pappír málaður með vatnslitum. Svo voru stafirnir prentaðir út og límdir á. Snúra, gatari og málið er dautt. Voðalega einfalt en mér finnst þetta koma ágætlega út.

printable alphabet bunting flags free download wedding template for Ruffled

Sá reyndar hjá henni Öddu um daginn tengla á tvær síður þar sem maður getur fengið svona tilbúið fyrir hvern staf og prentað út. Ég þarf að prófa þetta við tækifæri.
Hér og hér eru tenglarnir.


Eða gera eins og hér þar sem stafir eru prentaðir og klipptir út og bókstafirnir þræddir upp á snúru- frekar krúttlegt!


Eitt er víst, það verður svona fánaborði ( "garland" eða hvað sem þetta heitir!) í afmæli litla guttans í sumar!

No comments:

Post a Comment