Þetta á nú ekki að verða eingöngu kortablogg en ég má samt til með að deila með ykkur þessum einstaklega einföldu fiðrildakortum- þessi eru sko alveg skotheld!
Ég fékk þetta snið á þessari síðu, en auðvitað finn ég það ekki þar núna þannig að ég get ekki gefið ykkur beinan tengil. En ef maður er með útlínur af fiðrildi (eða einhverju öðru) ætti nú að vera auðvelt að búa til svona snið.
Svo er bara að finna fallegan tvöfaldan skrapp pappír strika eftir og skreyta ef vill! Það verður sennilega ekki mikið einfaldara!
Hérna lagði ég litaðan pappír bakvið til þess að fá litina betur fram og splæsti í skrautsteina á hornin
Einföld snilld!
No comments:
Post a Comment