22.4.12

Gullkorn 31.01.08

Eins og kennarastarfið getur verið krefjandi, verður það þess virði á nokkrum augnablikum þegar gullkornin hrjóta af vörum nemendanna.
Í snjófarginu um daginn voru nemendur um alla skólalóð í snjóframkvæmdum. Nokkrir voru ekki sammála um pláss og yfirráðasvæði og ég fór því að sætta málin. Ég lagði áherlsu á að enginn ætti neitt svæði á skólalóðinni og að það ætt sko enginn snjóinn. Þá svaraði einn: "já, en Kolbrún, Guð á snjóinn!". Þessari fullyrðingu er eiginlega ekki hægt að neita, eða hvað?
Það er sígild að tala um hnignandi málvitund og íslenskukunnáttu nemenda. Einn nemenda minna er afbragðsgóður í íslensku (enda algjör lestrarhestur) og var að segja mér frá því að einhver væri heigull. Sessunauturinn hans hváði, "hvað er eiginlega heigull?" Ég útskýrði að það væri einhver sem þorði ekki, væri ekki hugrakkur. Þá gall í nemendanum: "jááá, svona chicken!"
Svo var það krúttið í leikskólanum sem spurði mig hvort ég vildi krydda fyrir hann litinn sinn, þið vitið, ydda!
Látum gott heita í bili,
Kolla kennari

No comments:

Post a Comment