22.4.12

Gleðilegt sumar! 27.04.08

Jæja, ég fór loksins í dag og fagnaði sumrinu á viðeigandi hátt!

Dró hjólið fram úr geymslunni, það var að sjálfsögðu loftlaust eftir veturinn og engin pumpa til á þessum bæ. Fór því í göngutúr með hjólið á N1 á Gagnvegi, tekur ekki nema rúman hálftíma Veðrið er svo yndislegt að ég hjólaði extra langa leið heim og kom við í Bónus til að kaupa efnivið í heilsu-smoothie, ahhh Það var líka æðislegt að sjá alla krakkana úti að leika sér, það er jú besta merkið um að sumarið sé komið Og "nýja" hjólið mitt er æðislega yndislegt, alvöru DBS-dömugötuhjól með fótbremsu, stýri sem maður situr uppréttur við og rassvænum hnakki. Pabbi breytti þessum gæðingi meira að segja í gírahjól, heilir 3 gírar og ég er hæstánægð (hef aldrei skilið hver notar 21 gír á hjóli).
Ég var meira að segja farin að gæla við að kaupa sæta körfu framan á hjólið og fara hjóla í síðu pilsi og sumarlegum mussum en mundi svo eftir að hjálmurinn fer afar illa við það og ég myndi sennilega flækja pilsið í keðjunni.... Ég held mig því við þjóðbúning nútíma íslenskra kvenna, gallabuxur og flíspeysu.
Gleðilegt hjólasumar!

No comments:

Post a Comment