22.4.12

Fréttir gerðar bærilegar 03.02.09

Ég horfði á tíufréttirnar á RÚV í gær. Þar var frétt um atvinnuleysið, að núna væri rúmlega 7% atvinnuleysi og 2 milljarðar hefðu verið greiddir út í atvinnuleysisbætur þennan mánuðinn. Þetta er að sjálfsögðu grafalvarlegt og því rætt við forstjóra Vinnumálastofnunar. Viðtalið er tekið heima hjá honum en í stað þess að stilla manngreyinu fyrir framan málverk eins og venjan er virðist hann standa í miðju húsi og það sést í straubretti og aðra hversdagslega hluti í bakgrunni. Og það fannst mér broslegt og gera fréttina bærilega.
En þegar á að giska 10-12 ára drengur rennir sér á gólfinu inn í myndina og verður svo mjög skrýtinn í framan þegar áttar sig á að það er verið að taka viðtal, þá hreinlega sprakk ég úr hlátri!
Þetta er kannski leiðin til að maður þoli þessar slæmu efnahagsfréttir endalaust, ég sendi þeim í Efstaleitinu hugskeyti....

No comments:

Post a Comment