22.4.12

Fretrassinn 06.01.09

Ég var viðbjóðslega dugleg í dag (þegar maður er viðbjóðslega duglegur kemur maður einhverju leiðindaverki í framkvæmd). Bruna í Toyota í Kópavoginum til að kaupa sílinder í bílhurðina (svo ég geti opnað og læst eðalvagninum mínum) og á leiðinni dettur mér í hug að ég ætti bara að skella honum í smurningu í hraðþjónustunni í leiðinni.Je minn, ég hreinlega dæsi og gleðst yfir myndarskapnum í mér, tvö dugnaðarverk í einu. Og akkúrat þá tek ég af stað í brekku; brumm, brummm, BRUUUMMM!!!! Pústurrörið dettur í sundur og hávaðinn og víbringurinn er svakalegur. Týpískt fyrir mig! Ég fæ hláturskast og á bágt með að leggja bílnum á næsta bílastæði. Hringi að sjálfsögðu beint í bílalækninn norðan heiða sem staðfestir að þessi læti geti bara komið frá ónýtu pústurröri.Þannig að núna á ég bíl sem er ekki hægt að læsa né opna, með ónýtu pústurröri, bilaðri handbremsu auk annarra karakter einkenna sem tilheyra 12 ára gömlum bíl.Ég get þó stolt sagt að hann sé nýsmurður!

No comments:

Post a Comment