Fyrir um sex árum (vó!) fór ég að blogga á moggablogginu um allt og ekkert, eins og var vinsælt þá. Það blogg átti misgóða tíma með misgóðum færslum en hefur að mestu legið niðri undanfarið. Það blundar samt alltaf í mér öðru hverju að byrja á því aftur og núna ætla ég að láta slag standa (hjúkk að ég er ekki nógu gömul til þess að bjóða mig fram til forseta!) og prófa að vera með almennilega bloggsíðu og sjá hverju ég kem hérna inn á veraldarvefinn. Svona blogg eru auðvitað alltaf voðalega sjálfhverf en það er eiginlega óhjákvæmilegt.....það verður bara að hafa það!
Og svona áður en ég byrja af fullri alvöru með þetta nýja blogg vil ég segja ykkur að ég setti "úrval" af gömlu færslunum mínum líka hérna inn- það sem virðist standast tímans tönn best eru skondnar sögur úr hversdagslífinu.
Ég hlakka til,
BulluKolla
No comments:
Post a Comment