24.4.12

Þakkarkort

Eftir að hafa verið í rúmt ár hjá yndislega sjúkraþjálfaranum mínum Erlu (sem var sko mín stoð og stytta á meðgöngunni og eftir og kom sennilega í veg fyrir að ég endaði í hjólastól og inni á geðdeild ef út í það er farið....) vildi ég gera smá kveðjugjöf fyrir hana. Niðurstaðan var að hún fengi þakkarkort og svo nokkur einföld kort til þess að nota.

Hérna er þakkarkortið, í fyrsta sinn sem að geri svona "double slider card" og það var ótrúlega skemmtilegt!


Svona leit það út en þegar maður togar í borðann að ofan þá......


opnast þessi dásemd og hið eiginlega kort kom í ljós! Að ofan er ferskeytla sem að mér fannst viðeigandi (og kom í veg fyrir að ég skrifaði langt og væmið þakkarbréf!)
Þegar vilji, von og þrá
verjast krepptum hnefa.
Vinarhönd og heillaspá
hálfan sigur gefa.
 Og svo því sé nú haldið til haga þá er vísuhöfundur Gunnar Eggertsson frá Leirárgörðum, Borg. 
Að neðan var svo mynd af mér og litla gaurnum.
Ef að þið veljið myndirnar þá koma þær upp mun stærri og þið getið skoðað smáatriðin betur.

Gjöfin voru svo þessi einföldu kort:


Og það má alveg segja frá því að öll kortin sem sýnd eru í þessari færslu eru úr ódýra pappírnum sem fékkst fyrst í Office 1 og svo enn ódýrari í A4 og ég veit að margir keyptu í vænu magni!

Hvernig líst ykkur á?


2 comments: