22.4.12

Afmælisdekur 30.10.11

Það er svo gaman að eiga afmæli og vera dekraður svona einn dag á ári! Þegar ég fór á fætur biðu mín eiginmaður og sonur en líka....
vika15og16 121minni
fallegir pakkar frá þeim og.....
vika15og16 122minni
og gotterí úr bakaríinu, skreytt muffins og kertaljós!
Um kvöldið var svo lasagne-teiti, svona litu kræsingarnar út (þið finnið nú alveg ilminn bara af myndinni!):
vika15og16 140minni
Kjöt- og grænmetislasagne, eitthvað fyrir alla! Heppin ég að finnast BÆÐI gott!
Og svo fékk ég meira af yndislegum gjöfum og kortum:
vika15og16 171
María vinkona gerði þetta fallega og snilldarlega einfalda kort, pappírinn er með upphleyptu mynstri og hún litaði bara í hluta af mynstrinu með bláum lit.....lítur út eins og þetta sé svona fallega útskorið....platar augað!
vika15og16 167
Mamma gerði þetta fallega kort með barnamynd af mér. Hún þurfti að klippa ofan af myndinni til þess að hún passaði á kortið og notaði afklippuna og mynsturgataði þessi líka fallegu laufblöð og notaði sem skraut á kortið! Önnur snilldarlega einföld og ofsalega falleg hugmynd.
vika15og16 161
Sigga vinkona gaf mér svo þennan æðislega pakka (afsakið hvað myndin er "flöt"). Skrautið á pakkanum er hálfklárað púsl og litlu pakkarnir ofan á eru bitarnir sem vantar. Ég þurfti auðvitað að klára púslið áður en ég mátti opna pakkann (greinilega of margir sem vita að ég er ekkert allt of sleip í að púsla!).
vika15og16 174
og síðast en ekki síst fékk ég þennan dekurpakka frá Kára bróður...heimatilbúinn slökunardiskur fyrir baðið, lavander bað (mér finnst lofnarblómailmur svo slakandi!) og svo nokkrir molar af himnesku konfekti úr Mosfellsbæjarbakaríi.
Þetta var sko afmælis-dekurdagur í lagi! Takk fyrir mig

No comments:

Post a Comment