22.4.12

Af regnhlífum og roki 25.08.08

050526_gloomy_neweng_bcol2_6a.standardEins og þriðjungur Íslendinga fagnaði ég 222 ára afmæli Reykjavíkurborgar á Menningarnótt. Þar sem ég hélt að heiman um eftirmiðdaginn í grenjandi rigningu datt mér ekki annað í hug en að fara í regngalla og með annan útbúnað sem venjulega tilheyrir útihátíðum (semsagt ekki mjög smart, en hlýtt og þurrt!).
Á göngu okkar um bæinn tókum við Sigga vinkona eftir mörgum ónýtum regnhlífum sem ýmist var búið að troða ofan í tunnur eða lágu á götunum. Við gerðum grín á kostnað bjartsýnisfólksins með regnhlífarnar, enda vitavonlaust að nota þær á Íslandi nema á afar skjólsælum stöðum (þ.e. ekki miðborginni!)og þá í mesta lagi í 5 mínútur í einu (þá kemur aftur gjóla).
Sigga spurði sig þá afhverju í ósköpunum væri ekki búið að finna upp vindþolnari regnhlífar svo Íslendingar gætu spókað sig um í smart fötum með smart regnhlífar. Eftir nokkar vangaveltur komust við af því að hráefnið í slíkar ofur- regnhlífar yrði sennilega heldur dýrt og heldur ekki víst að regnhlífin gæti haldist jafn handhæg.
Og að lokum komust við að því að þó maður væri með rándýra vindhelda regnhlíf væri ekkert grín að halda á regnhlíf í roki og maður þurfti sennilega að sleppa takinu á þeim á endanum, ellegar fara í flugferð eins og Mary Poppins og Amma Mús úr Hálsaskógi.
Það væri reyndar ekki leiðum að líkjast og í raun afskaplega umhverfisvænn ferðamáti. En kannski heldur áhættusamur. Ég mun því halda mig við hallærislega regngalla og tvo jafnfljóta, sem eru jú líka umhverfisvænir.

No comments:

Post a Comment