Dúllaði við smá gjöf handa einni 1 árs dúllu um daginn. Einhvern veginn hafði farist fyrir að gefa henni fæðingargjöf og því fékk hún svona ramma og kort í stíl á fyrsta afmælinu (betra er seint en aldrei!).
Svona var ramminn góði:
Ég átti voðalega erfitt með að setja svona skæra og sterka liti fyrir smábarn og var búin að taka til fallegan mildan pappír, en það passaði bara alls ekki fyrir þessa dömu og mömmu hennar, þannig að þetta varð niðurstaðan.
Vísan er á þýsku og sé henni snarað yfir á ástkæra ylhýra er hún eitthvað á þessa leið: Megi þrír englar fylgja þér alla lífsleiðina, þeir Gleði, Hamingja og Ánægja.
Hérna sést þrívíddin ágætlega, gaman að nota það aðeins þegar maður er með svona fínan djúpan ramma.
Fékk þennan krúttlega "Homemade with love" stimpil í Sösterne um daginn.
Auðvitað varð kortið að vera í stíl:
og svona var það innan í (með spakmælum um foreldrahlutverkið)
Pappírinn er gamall úr Skröppunni sem var og hét og ramminn er tímalaus snilld frá "Svíþjóðsku lífstílsversluninni". Fiðrildamynsturgatarinn góði fékkst í Skrapp og gaman.
No comments:
Post a Comment