28.4.12

1 árs afmælisgjöf

Dúllaði við smá gjöf handa einni 1 árs dúllu um daginn. Einhvern veginn hafði farist fyrir að gefa henni fæðingargjöf og því fékk hún svona ramma og kort í stíl á fyrsta afmælinu (betra er seint en aldrei!).

Svona var ramminn góði:


Ég átti voðalega erfitt með að setja svona skæra og sterka liti fyrir smábarn og var búin að taka til fallegan mildan pappír, en það passaði bara alls ekki fyrir þessa dömu og mömmu hennar, þannig að þetta varð niðurstaðan.
Vísan er á þýsku og sé henni snarað yfir á ástkæra ylhýra er hún eitthvað á þessa leið: Megi þrír englar fylgja þér alla lífsleiðina, þeir Gleði, Hamingja og Ánægja.

Hérna sést þrívíddin ágætlega, gaman að nota það aðeins þegar maður er með svona fínan djúpan ramma.Fékk þennan krúttlega "Homemade with love" stimpil í Sösterne um daginn.


Auðvitað varð kortið að vera í stíl:


og svona var það innan í  (með spakmælum um foreldrahlutverkið)


Pappírinn er gamall úr Skröppunni sem var og hét og ramminn er tímalaus snilld frá "Svíþjóðsku lífstílsversluninni". Fiðrildamynsturgatarinn góði fékkst í Skrapp og gaman.

26.4.12

Ör-föndur

Datt í hug að sýna ykkur þetta örlitla föndur sem að fimm ára herramaður fékk með afmælisgjöfinni sinni um daginn:


Þetta er semsagt hvítur pappír málaður með vatnslitum. Svo voru stafirnir prentaðir út og límdir á. Snúra, gatari og málið er dautt. Voðalega einfalt en mér finnst þetta koma ágætlega út.

printable alphabet bunting flags free download wedding template for Ruffled

Sá reyndar hjá henni Öddu um daginn tengla á tvær síður þar sem maður getur fengið svona tilbúið fyrir hvern staf og prentað út. Ég þarf að prófa þetta við tækifæri.
Hér og hér eru tenglarnir.


Eða gera eins og hér þar sem stafir eru prentaðir og klipptir út og bókstafirnir þræddir upp á snúru- frekar krúttlegt!


Eitt er víst, það verður svona fánaborði ( "garland" eða hvað sem þetta heitir!) í afmæli litla guttans í sumar!

24.4.12

Já, ennþá fleiri kort!

Þetta á nú ekki að verða eingöngu kortablogg en ég má samt til með að deila með ykkur þessum einstaklega einföldu fiðrildakortum- þessi eru sko alveg skotheld!


Ég fékk þetta snið á þessari síðu, en auðvitað finn ég það ekki þar núna þannig að ég get ekki gefið ykkur beinan tengil. En ef maður er með útlínur af fiðrildi (eða einhverju öðru) ætti nú að vera auðvelt að búa til svona snið.


Svo er bara að finna fallegan tvöfaldan skrapp pappír strika eftir og skreyta ef vill! Það verður sennilega ekki mikið einfaldara!


Hérna lagði ég litaðan pappír bakvið til þess að fá litina betur fram og splæsti í skrautsteina á hornin

Einföld snilld!Þakkarkort

Eftir að hafa verið í rúmt ár hjá yndislega sjúkraþjálfaranum mínum Erlu (sem var sko mín stoð og stytta á meðgöngunni og eftir og kom sennilega í veg fyrir að ég endaði í hjólastól og inni á geðdeild ef út í það er farið....) vildi ég gera smá kveðjugjöf fyrir hana. Niðurstaðan var að hún fengi þakkarkort og svo nokkur einföld kort til þess að nota.

Hérna er þakkarkortið, í fyrsta sinn sem að geri svona "double slider card" og það var ótrúlega skemmtilegt!


Svona leit það út en þegar maður togar í borðann að ofan þá......


opnast þessi dásemd og hið eiginlega kort kom í ljós! Að ofan er ferskeytla sem að mér fannst viðeigandi (og kom í veg fyrir að ég skrifaði langt og væmið þakkarbréf!)
Þegar vilji, von og þrá
verjast krepptum hnefa.
Vinarhönd og heillaspá
hálfan sigur gefa.
 Og svo því sé nú haldið til haga þá er vísuhöfundur Gunnar Eggertsson frá Leirárgörðum, Borg. 
Að neðan var svo mynd af mér og litla gaurnum.
Ef að þið veljið myndirnar þá koma þær upp mun stærri og þið getið skoðað smáatriðin betur.

Gjöfin voru svo þessi einföldu kort:


Og það má alveg segja frá því að öll kortin sem sýnd eru í þessari færslu eru úr ódýra pappírnum sem fékkst fyrst í Office 1 og svo enn ódýrari í A4 og ég veit að margir keyptu í vænu magni!

Hvernig líst ykkur á?


Nokkur afmæliskort...

Datt í hug að byrja á að sýna ykkur nokkur nýleg kort...


Þetta gerði einfalda kort gerði ég fyrir tengdó - hún hefur alltaf verið svo hrifin af uglum, löngu áður en þær komust í tísku! Uglupappírinn var í lítill 6"x6" blokk úr Sösterne.


Þetta kort fékk elskuleg systir mín á afmælinu sínu- ég veit ekki hversu vel textinn sést en þarna stendur "In the cookies of life sisters are the chocolate chips" því mér fannst það svo sætt (og hæfilega væmið!).


Og guðsonur minn fékk svona fíla-afmæliskort í ár...


...sem var svona innan í. Þrjú epli fyrir þriggja ára gutta!


22.4.12

Bara komin í alvöruna!

Fyrir um sex árum (vó!) fór ég að blogga á moggablogginu um allt og ekkert, eins og var vinsælt þá. Það blogg átti misgóða tíma með misgóðum færslum en hefur að mestu legið niðri undanfarið. Það blundar samt alltaf í mér öðru hverju að byrja á því aftur og núna ætla ég að láta slag standa (hjúkk að ég er ekki nógu gömul til þess að bjóða mig fram til forseta!) og prófa að vera með almennilega bloggsíðu og sjá hverju ég kem hérna inn á veraldarvefinn. Svona blogg eru auðvitað alltaf voðalega sjálfhverf en það er eiginlega óhjákvæmilegt.....það verður bara að hafa það!
Og svona áður en ég byrja af fullri alvöru með þetta nýja blogg vil ég segja ykkur að ég setti "úrval" af gömlu færslunum mínum líka hérna inn- það sem virðist standast tímans tönn best eru skondnar sögur úr hversdagslífinu.
Ég hlakka til,
BulluKolla

Gamlar gersemar 20.11.11

Mamma bjargaði þessum "stimplum" frá því að lenda í glatkistunni, en þeir koma frá bókaútgáfu langafa míns. Það er svolítið snúið að stimla með þeim en með smá lagni og tækni er það vel hægt. Kortin eru mjög einföld en mér finnst það hæfa þessum fallegu myndum vel.
Jólin koma
Gleðileg jól
Brons jólakort

Afmælisdekur 30.10.11

Það er svo gaman að eiga afmæli og vera dekraður svona einn dag á ári! Þegar ég fór á fætur biðu mín eiginmaður og sonur en líka....
vika15og16 121minni
fallegir pakkar frá þeim og.....
vika15og16 122minni
og gotterí úr bakaríinu, skreytt muffins og kertaljós!
Um kvöldið var svo lasagne-teiti, svona litu kræsingarnar út (þið finnið nú alveg ilminn bara af myndinni!):
vika15og16 140minni
Kjöt- og grænmetislasagne, eitthvað fyrir alla! Heppin ég að finnast BÆÐI gott!
Og svo fékk ég meira af yndislegum gjöfum og kortum:
vika15og16 171
María vinkona gerði þetta fallega og snilldarlega einfalda kort, pappírinn er með upphleyptu mynstri og hún litaði bara í hluta af mynstrinu með bláum lit.....lítur út eins og þetta sé svona fallega útskorið....platar augað!
vika15og16 167
Mamma gerði þetta fallega kort með barnamynd af mér. Hún þurfti að klippa ofan af myndinni til þess að hún passaði á kortið og notaði afklippuna og mynsturgataði þessi líka fallegu laufblöð og notaði sem skraut á kortið! Önnur snilldarlega einföld og ofsalega falleg hugmynd.
vika15og16 161
Sigga vinkona gaf mér svo þennan æðislega pakka (afsakið hvað myndin er "flöt"). Skrautið á pakkanum er hálfklárað púsl og litlu pakkarnir ofan á eru bitarnir sem vantar. Ég þurfti auðvitað að klára púslið áður en ég mátti opna pakkann (greinilega of margir sem vita að ég er ekkert allt of sleip í að púsla!).
vika15og16 174
og síðast en ekki síst fékk ég þennan dekurpakka frá Kára bróður...heimatilbúinn slökunardiskur fyrir baðið, lavander bað (mér finnst lofnarblómailmur svo slakandi!) og svo nokkrir molar af himnesku konfekti úr Mosfellsbæjarbakaríi.
Þetta var sko afmælis-dekurdagur í lagi! Takk fyrir mig

Af innanlandsflugi, krúttum og englun 17.10.11

Ég og krúttmúsin skruppum til Akureyrar um helgina og flugum báðar leiðir.
Á leiðinni norður var svolítil ókyrrð áður en við lentum og maður bæði fann og sá hvernig margir farþeganna stífnuðu og stressuðust. Þá varð mér hugsað til þess þegar ég flaug einu sinni til Egilsstaða og það var lítil stelpa í vélinni sem að hló svo hjartanlega í hvert skipti sem flugvélin hoppaði að eftir smástund voru nær allir í vélinni skælbrosandi og enginn stressaður yfir smá ókyrrð.
Á leiðinni heim svaf krúttmúsin mín vært í stólnum sínum og í sætaröðinni við hliðin á okkur var annað krútt, 5 ára sem að fannst ekkert mál að fara einn í flugvél. Hann var greinilega alvanur og kippti sér ekkert upp við það að flugfreyjan gat ekki sinnt honum strax, spurði mig bara hvar sæti númer fjörtíu væri, en hann var í sæti 14 D Svo bað hann mig um að spenna á sig beltið og vissi sko vel að það þyrfti að herða vel- fylgdist meira að segja vel með því að ég gerði þetta rétt þegar að ég spennti mig! Þegar við vorum svo komin í loftið og hætt að sjá landið fyrir skýjum spurði hann mig hvort að ég sæi einhverja engla í skýjunum. Ég leit út um gluggann og sagðist nú ekki sjá neina í augnablikinu. Þá svaraði hann spekingslega að hann hefði sko heyrt að þeir væru ósýnilegir og þess vegna sæi ég þá ekki!
Finnst ykkur ekki að það ætti að vera einn flugþjónn og svo eitt svona krútt í öllum innanlandsflugum?

Ungbarnaórói 11.10.11

Það er þarfaþing að hafa góðan óróa fyrir ofan skiptiborðið og ég var alltaf á leiðinni að fara kaupa einn slíkan.....
Svo sá ég hjá einni sniðugri mömmu hvar hún hafði hengt allskonar lítið dót í hvert horn á ferhyrndu spjaldi og hengdi svo upp sem óróa eða dót til að slá í fyrir lilluna sína.
Ég hafði líka heyrt og lesið að ungabörn sjá best svart hvítar myndir/mynstur, sérstaklega á meðan þau eru enn að ná fullri sjón.
Og eitt kvöldið bræddi ég þessar ofureinföldu hugmyndir saman í einn ofureinfaldan svart- hvítan óróa fyrir litla gullmolann minn:
Fyrst leitaði ég að svart hvítum mynstri á veraldarvefnum og valdi fimm sem að mér fannst falleg:
vika13 002_resize
skar þær út og límdi á litaðan pappír
vika13 003_resize
sama myndin límd á báðu megin
vika13 004_resize
þá fann ég nothæft band, í þessu tilfelli hvíta sænskættaða pakkabandsnúru frá IKEA
vika13 007_resize
og batt svo herlegheitin saman í ofureinfaldan óróa
vika13 035_resize
sem lítur svona út fyrir krúttið á skiptiborðinu
vika13 036_resize
óróinn er ekkert festur upp, bandinu er bara tyllt undir körfuna á hillunni og þá helst hann, mjög þægilegt að geta fært hann hvert sem er, auðvelt að festa og léttur!
vika13 039_resize
Litli maðurinn getur horft á þetta nánast dáleiddur tímunum saman, skríkir og hlær!
vika13 044
Ég er bara ansi ánægð með hann og það sem mikilvægast er....litli maðurinn er sko hæst ángæður með hann!

Jóladagatal 04.12.10

Eitt af því skemmtilega við jólahátíðina og desember er tilhlökkunin. Jólin voru auðvitað skemmtulegust þegar maður var barn, eða þegar maður fær að upplifa jólagleðina með börnum. Það er líka gaman að vera svolítið barnalegur og leyfa sér að hlakka til jólanna og þá er æðislegt að fá jóladagatal. Við Jens höfum stundum komið hvort öðru á óvart með jóladagatali, einu sinni biðu mín 24 pakkar á snúrunum á Bárugötunni og í ár fékk ég súkkulaðidagatal. Í fyrra fékk Jens dagatal frá mér á gardínustönginni í stofunni:
des2009 009_resize des2009 013_resize
Litlu kortin með spakmælum um ástina voru búin til úr pappírsafgöngum og svo voru litlar gjafir með, hnetur og fleira.
í ár ákvað ég að gera eldspýtustokkadagatal með fallegum spakmælum fyrir vinafólk okkar í Þýskalandi en litla stelpan þeirra var að greinast með krabbamein. Við vonum að spakmælin færi þeim kraft og von en það er lítið annað sem við getum gert fyrir þau svona langt í burtu.... En þá að dagatalinu góða:
jolajola 018_resize
Svona lítur það út!
jolajola 014_resize
Og á hlið. Höldurnar á skúffunum eru litlar perlur.
jolajola 023_resize
Skúffurnar voru málaðar að innan og klæddar með pappa. Spakmælin voru svo bundin saman með snúru.
Og þá er nóg komið að föndurmonti í bili

Corollan, gamla og nýja 26.10.10

Ef það skyldi hafa farið fram hjá einhverju ykkar þá tilkynnist það hér með: Keypt hefur verið ný sjálfrennireið og sú gamla seld.
Já, sá dagur rann upp að við hjónakornin opnuðum heimabankann og hugsuðum: "jú, þetta ætti að duga fyrir ágætum bíl." Eftir að hafa skrifað niður hvaða eiginleikar voru mjög mikilvægir fyrir nýja bílinn og hverjir væru æskilegir hófst leit að góðu eintaki. Bílasérfræðingar fjölskyldunnar voru kallaðir til og margan eftirmiðdaginn hrelldum ég og Kjartan bílasala í Reykjavík í von um að finna gott eintak. Skemmst er frá því að segja að það gekk ekki þrautalaust fyrir sig, í alvörunni, nær allir bílarnir sem við skoðuðum voru með ömurlega smur- og þjónustubók. Þegar bílakaupsþolinmæðikvótinn minn var alveg að verða búinn kom í sölu hjá Toyota umboðinu bíll eins og við vorum búin að leita að og eftir prufuakstur og gaumgæfilega skoðun komst ég að þeirri niðurstöðu að þetta væri bíllinn. Tataaaa!
corolla05
Ójá, 10 árum yngri en sá gamli og hlaðinn aukabúnaði sem ég er ekki vön s.s. fjarstýrðum samlæsingum, ABS-hemlum, útvarpstökkum í stýrinu, "cupholders", álfelgum, dökkum afturrúðum......Skemmst er frá því að segja að við hjónakornin erum mjög ánægð með kaupin og erum óðum að venjast þessari lúxuskerru.
Það er ómögulegt að blogga um bílakaupin án þess að minnast á gamla eðalvagninn, Toyota Corolla xli 1300 (ójá, krafturinn!) árgerð 1996. Það var sannkallaður fjölskyldubíll; Inga fyrrverandi mágkona átti hann, svo mamma í 5 ár og svo ég í heil 6 ár! Það er bíll með karakter eins og bíl á hans aldri sæmir:
corolla96
  • Ekki skrúfa framrúðurnar niður-þær eiga það til að festast þar
  • Mundu að kúpla vel áður en þú setur í bakkgír
  • einn lykill að hurðinni (nýr, báðir lásarnir voru orðnir gatslitnir) og annar til að starta bílnum
  • Rauður að framan og aftan, ljósbleikur á toppnum og hliðunum (enginn klesst á þá hluta bílsins og þeir því aldrei verið sprautaðir)
  • Ekkert ljós í skottinu (það leiddi út, best að fjarlægja það) og bara hægt að opna skottið að innan (enn og aftur, slitinn lás)
...svona svo fátt eitt sé nefnt Eðalkerran sú er nú í eigu 17 ára stráks. Vonandi sé ég hann samt á ferð hér um bæinn því ég verð að viðurkenna að við söknum hans svolítið. Í þessum bíl hef ég ferðast um flesta fólksbílafæra (og einn ekki fólksbílafæran) vegi á Íslandi, flestir fjölskyldu meðlimir hafa reynt að setja hraðamet á honum (ég vísa í umræðu á Snjáldurskjóðunni) og hann hefur haldið viðgerðarmönunnum pabba og Örvari í æfingu (efast um að þeir sakni hans eins og ég....)
Þannig að ef þið sjáið dökkgráa Corollu skutbíl á ferð um bæinn þar sem ökumaðurinn bremsar óþarflega harkalega (er að venjast ABS-hemlunum) eða brunar skælbrosandi upp Ártúnsbrekkuna á "vinstrustu" akrein (1600 vél er lúxus miðað við 1300 vél!) þá er það sennilega ég